1. Þriðji heimurinn er hugtak, sem á við lönd einkum í Asíu, Afríku og Rómönsku-Ameríku. Og eru þau lönd kölluðu þróunarlöndin til aðskilnaðar við hin löndin sem eru t.d. Norður-Ameríka, Vestur-Evrópa, Japan, Ástralía og Nýja-Sjáland. Þar búa um 80% manns við mismundandi aðstæður. Mjög margir búa við mikla fátækt, líður skort og nýtur lítillar sem engar menntunnar né heilsugæslu. Atvinnulífið er oft einhæft og vanþróað.
2. Á síðustu 40 árum 20.aldar tvöfaldaðist fjöldi jarðarbúa. Þeim fjölgaði úr þremur milljörðum í sex milljarða og olli þetta nokkrum áhyggjum. Framfarir í læknavísindum áttu stærstan þátt í þessari fjölgun. Og skipti þar mestu máli minnkun á ungbarnadauða.
3. Mahatma Gandhi var leiðtogi Kongressflokksins. Mesta athygli vakti hann þegar hann skipulagði “saltgönguna” en hún var til að sýna fram á rétt allra Indverja til að vinna salt úr sjó, en í þá daga höfðu Bretar einokun á saltvinnslu á Indlandi.
4. Gandhi vildi að múslimar og hindúar gætu lifað í sátt og samlindi, en hans draumur rættist ekki. 1947 sauð upp úr og urðu til tvö ný ríki; Indland og Pakistan. Margir féllu í átökum milli þessara trúarhópa, og enn fleiri flúðu eða voru flæmdir á brott.
5. Japan var hernumið land eftir seinni heimsstyrjöldina undir yfirráðum Bandaríkjanna. Þá var réttað yfir stríðsglæpamönnum og umbætur gerðar á stjórnarkerfinu. Keisarinn sat enn valdalaus þjóðhöfðingi. Þar sem Bandaríkjamenn litu á Japan sem mikilvægan bandamann í kaldastríðinu þá fóru þeir að veita þeim fjárhagsaðstoð.
6. Japan var á uppleið, gott samspil á milli stjórnvalda og atvinnulífs markaði betra og hagstæðara rekstarskilyrða fyrir fyrirtæki. Þeir voru fljótir að tileinka sér nýja tækni og unnu hart að því að ná mörkuðum erlendis. Mikill metnaður fór í menntun og eru Japanir þekktir fyrir vinnusemi, sparsemi og nægjusemi. Lítill kostnaður fór til hernaðarmála.
7. Kúveit:
a. hefur miklar olíulindir
b. lýðræðisríki
c. Írakar réðust árið 1990, undir forystu Saddam Hussein í Kúveit og Saddam lýsti stuttu síðar því yfir að Kúveit hefði verið innlimað í Írak.
d. Þeir losnuðu undan Saddam, og munurinn er sá að þeir þjást ekki af völdum einræðisherra.
8. Bókstafstrúarmenn eru þeir sem lifa alveg í einu og öllu eftir því sem trú þeirra segir. Bókstafstrúarmenn vilja setja hefðbundið gildismat trúarinnar í forystu og taka þeir harða afstöðu gagnvart vesturlöndum og lífsháttum þeirra og mörgu sem einkennir nútíma þjóðfélag. Það stríðir gegn trú þeirra.
9. Konur verða að hylja andlit sitt á almanna færi, stúlkum bannað að ganga í skóla, og konum gert að klæðast hefðbundnum klæðnaði íslamskrar trúar. Í sumum arabalöndum fá konur ekki einu sinni að aka bíl. Og hafa enn ekki hlotið kosningarrétt. Þó er þetta að breytast. Í dag eru þær að mennta sig í háskólum og þeim fer fjölgandi á vinnumarkaði, en eru enn langt á eftir konum á vesturlöndunum hvað varðar einstaklingsfrelsi og fleiru.
10. Í flestum löndum Rómönsku-Ameríku eru bág kjör fólks. Þar er mikið misrétti og mikill munur á þeim ríku og fátæku. Á kreppuárunum urðu þau fyrir miklu áfalli þar sem þeirra afkoma byggist upp á útflutningi hráefna. Eftir 1960 tók við tími ólgu og óstöðugleika. Spruttu upp víða skæruliðahreyfingar í anda Kastró og þær hófu baráttu fyrir sósíalískri þjóðfélagsstefnu.
11. Ghana var fyrsta afríku ríkið sem losnaði undan yfirráðum Evrópubúa árið 1957. Árið 1960 var kallað “sjálfstæðis árið mikla” í Afríku, þar sem 17 lönd í álfunni lýstu yfir sjálfstæði.
12. Tíu árum síðar geisaði valdabarátta og ættbálkaerjur. Einræðisherrar komust til valda og meirihluti íbúanna bjó við lakari kjör nú en á meðan nýlendutímanum stóð. Sósíalisma var komið á í nokkrum löndum að sovéskri fyrirmynd. Og afleiðingar alls þessa var óstjórn og spilling. Sunnan Saharareyðimerkurinnar hnignaði efnahag og árið 1990 má segja að þau hafi öll verið orðin gjaldþrota.
13. Evrópubúum og nýlendustjórn hafa stundum verið kennt um hrakfarir Afríku. Dregið landamæri í álfunni af handahófi án nokkurs tillits til fólks né aðstæðna. Skilið í sundur þjóðir og ættbálka og sameinað aðra. Sum nýfrjálsu ríkin voru ekki undir það búin að verða sjálfstæð. Sum höfðu afar fáa menntaða menn, og mörg voru með milljón manns, sem flokkuðust í marga ættbálka sem töluðu öll sín eigin tungumál. Þar hafa oft stríðsátök gert margt til hins verra. Og að lokum er Afríka með mest smiðaða fólkið af HIV og afleiðingarnar af því eru hrikalegar.
14. Nelson Mandela er hylltur sem þjóðarleiðtogi i Suður-Afríku. Fjórum árum eftir að hann var látinn laus úr fangelsi eftir 27 ár var hann kjörinn forseti landsins. Í Suður-Afríku voru hvítir íbúar um 5. milljónir á móti 25 milljóna blökkumanna. Þeir lögleiddu hið svokallaða apartheid, sem gerði blökkumenn að annars flokks þegnum. Apartheid gerði blökkumönnum að búa á sér svæðum, máttu ekki kjósa og var börnum svertingja bannað að sækja sömu skóla og hvítu börnin.
Hvað var og til hvers?
a. Kongressflokkurin: var helsti vettvangur Indlands í sjálfstæðisbaráttunni.
b. Guomindang: flokkur þjóðernissinna var öflugasta stjórnmálahreyfing Kína.
c. Menningarbylting i Kína: Kom frá Mao formanni og var til þess að tryggja sjálfan sig sem leiðtoga ríkisins. Til að þjóðskipulag kommúnismans næði sessi þyrfti að breyta fólkinu, skapa nýja manngerð sem væri laus undan gömlu hefðunum.
d. Rauðu varaliðarnir: voru unga fólkið sem Mao biðlaði til sem áttu að þjóna þessu markmiði menningarbyltingarinnar í Kína.
e. Drekarnir fjórir: voru Suður-Kórea, Tævan, Singapore og Hong Kong. Þessi ríki áttu það sameiginlegt að draga sig úr fátækt til fjár. Þar var byggður upp öflugur útflutningsiðnaður.
f. Síonismi: var stefna gyðinga til að eignast þjóðarheimkynni.
g. PLO: eru frelsissamtök Palestínuaraba og er leiðtogi þeirra Yasser Arafat.
h. Talibanar: eru íslamskir bókstafstrúarmenn sem náðu völdum í Afganistan undir lok 20 aldar.
i. OAU: eru samtök Afríkuríkja.
j. ANC: er Afríska Þjóðarráðið sem vann bug á apartheid undir forystu Nelson Mandela.
Hver var og fyrir hvað var hann/hún þekkt?
a. Móðir Teresa: var lifandi gosögn sem helgaði líf sitt við að aðstoða sjúka og fátæka á Indlandi.
b. Anung San Suu Kyi: var baráttukona fyrir lýðræði og mannréttindum í Burma. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991.
c. Maó Tse-Tung: var fremstur í Kommúnistaflokkinum í Kína sem stofnaður hafði verið 1921.
d. Dalai Lama: er trúarleiðtogi Tíbetbúa og berst fyrir frelsi og réttindum þjóðar sinnar. Býr í útlegð.
e. Saddam Husein: var æðsti valdamaður Íraks.
f. Moamer al Gaddafi: var æðstur valda í Líbýu
g. Ayatollah Khomeini: var bókstafstrúarmaður, erkiklerkur, og undir hans forystu komu valdhafar í Íran á trúarlegu einræði
h. Augusto Pinochet: var leiðtogi herforingjanna í Chile sem steyptu sósíalistanum Salvador Allende úr forsetastóli
i. Kofi Annan: er núverandi aðalritari Sameinuðu Þjóðanna