Kommúnistar náðu völdum í Rússlandi 1917. 15 árum síðar settust nasistar í valdastóla í Þýskalandi. Það markaði dýpri spor í sögunni er kommúnistinn í Rússlandi.
Eftir ww1 neyddist keisarinn Nikulás að segja af sér og bráðabyrgða stjórn tók við. Ástandið var ekki gott fyrir og hélt áfram að versna. 80% þjóðarinnar bjó við landbúnað og slæm kjör. Efnahagsþrenging og matarskortur leiddi til verkfalla og uppþota. Fólk krafðist úrbóta.
Lenín öðru nafni Vladimar Iljits Uljanov, kom fram á sjónarsviðið á þessum tíma. Hann var leiðtogi Bolsévika en það var flokkur byltingarsinnaðra sósíalista. (Bolséviki merkir meirihlutamaður)
Lenín leit á WW1 sem dauðateygjur þáverandi þjóðskipulags Evrópu. Og nú væri kominn tími á að hrinda af stað byltingu og innleiða nýtt samfélag.
“Friður, jarðnæði og brauð” voru stefnumið Lenín. Hann boðaði að völdin í landinu yrðu falin verkamönnum. Hann vildi útdeila landnæði til bænda, og hljómaði þetta allt vel í eyrum stríðsþreyttra borgara. Þó voru bolsévikar langt frá því að hafa meirihluta fylgis almennings.
Í október 1917 létu þeir til skarar skríða og gerðu áhlaup á Vetrarhöllina. Vetrarhöllin var aðsetur stjórnarinnar. Áhlaupið gekk vel og lýstu bolsévikar því yfir að þeir hefðu tekið völdin í Rússlandi.
Það fyrsta sem þeir gerðu sem valdhafar var að draga Rússland úr WW1.
Erfitt var fyrir stjórn bolsévika að fá fylgi, ráðist var að þeim úr öllum áttum.
Borgarastríð braust út þegar Rauði herinn, her bolsévika, barðist gegn hvítliðunum sem var sameinaður her andstæðinganna. Friðarstefna bolsévika kom illa við Bandamenn og sendu Bretar og US og fleiri ríki hersveitir til að aðstoða hvítliðana, í von um að Rússar myndu taka aftur til vopna gegn miðveldunum.
1920 stóðu bolsévikar uppi sem sigurvegarar, sem nú kölluðu sig kommúnista. Og hið nýja ríki fékk nafnið Sovétríkin. En Lenín og vinir hans voru ekki reiðubúnir til að deila völdum með öðrum og notuðu einnig ofbeldi ef þess þurfti.
Byltingin í Rússlandi var ekki söguleg nauðsyn heldur valdarán. Hvað var svona merkilegt við Október byltinguna? Þetta var í fyrsta skipti sem kommúnistar komust til valda, þeir ætluðu að byggja upp stéttlaust samfélag sem byggði á jafnrétti. Væri laust við arðrán, kúgun, sem væri einkennandi fyrir þjóðfélög vesturlanda.
Sovétríkin voru fyrirmyndarríki í augum margra milljóna manna um allan heim. Kommúnistaflokkar voru stofnaðir með rússneskri fyrirmynd. Og um og eftir miðja öldina voru mörg ríki undir stjórn kommúnista. Sem markaði sögu 20.aldarinnar.
Sameingarstefna – þar sem ríkið á allt – fyrirtæki, land og þess háttar. Stéttlaust og allir eru jafnir.
Lenín lést árið 1924, þá tók Jósef Stalín við. Hann varð einræðisherra með ótakmörkuð völd. Hans ætlun var að gera Sovétríkin að nútímalegu iðnveldi. Hann setti af stað áætlunarbúskap. Það byggðist á að gerðar voru áætlanir fyrir atvinnulífið – allt að 5 ár í senn. Stjórnin réði hvað væri framleitt, hve mikið og verð vörunnar. Þessar áætlanir stóðust ekki alltaf. En Sovétríkin tóku stórt stökk fram á við í iðnaði, og urðu stórveldi í þungaiðnaði og vopnaframleiðslu.
Þó bættist ekkert lífskjör almennings. Voru fjarri lífskjörum fólks á vesturlöndum.
1929 þegar verðbréfahrunið var í NY, ákvað Stalín að setja af stað samyrkjubúskap í landbúnaði. Tilgangurinn var að tryggja völd kommúnista í sveitunum og ná tökunum á matvælaframleiðslunni til að geta fóðrað borgarbúa.
En það fór öðruvísi en ætlað var. Með þessu tók hann allar eignir af bændum, flutti þá nauðuga til og frá, með hörku. Ekkert land mátti vera í einkaeign. Margir kusu að eyðileggja uppskeru og fella búfénað í mótmælaskini. Þetta kallaði á að landbúnaðarframleiðsla snar minnkaði og í kjölfarið kom sú harðasta hungursneyð í manna minnum. Milljónir létu lífið.
Kommúnisminn leit vel út í byrjun.. En virkaði aldrei eins og brautryðjendurnir höfðu gert sér vonir um. Konur fengu að stíga jafnfætis við karla í málefnum, þó svo að fáar konur komust til metorða á 70 árum. Listamenn færðust í aukanna, þó svo að óþægilegum listamönnum hafi verið rutt úr vegi.
Og brátt kom ógnarstjórnin til sögunnar. Fólk varð að sitja og standa eins og stjórninni þóknaðist. Mikil hreinsun fór af stað innan flokksins. Margir flokksfélagar voru sakaðir um landráð, fjandskap og frávik frá réttum skoðunum.
1936 setti Stalín á sýndarréttarhöld, Moskvuréttarhöld, sem vöktu heimsathygli. Þekktir byltingarleiðtogar sem höfðu verið þvingaðir til að játa á sig ótrúlegustu sakir. Þeir voru pyntaðir og teknir af lífi. Í Sovétríkjunum urðu til umfangsmiklar vinnubúðir þar sem fólk var látið þræla myrkrana á milli við ömurlegar aðstæður. Á þessu tímabili er talið að 20 til 30 milljónir manna hafi látist.
Stalín var einnig sjúklega tortrygginn. Hann var viss um að fólk sæti stöðugt um líf sitt og allir væru að brugga svikráð við hann. Eitt vitlaust svipbrigði og hann túlkaði það á hinn versta veg og tók marga af lífi.
Í kreppunni miklu fékk kommúnistinn byr undir báða. Kommúnistarnir gátu bent á augljósa bresti í efnahagskerfi Vesturlanda og vísuðu á Sovétríkin sem fyrirmynd. Komintern, Alþjóðasamband Kommúnista lagði línurnar fyrir starf flokksins um allan heim. Kommúnista flokkur Íslands hlaut aðild að Komintern. Og fékk hann fjárstyrk til starfa þaðan. Einnig styrktu sovétmenn blaða og bókaútgáfu og ýmis önnur menningarstörf hér á landi.
Evrópskir kommúnistar fóru í nám til Sovétríkjanna. 30 íslendingar voru við nám í Lenínskólanum í Moskvu.
Og margir heimsóttu fyrirheitna landið þar á meðal Þórbergur Þórðarson og Halldór Laxness, og skrifuðu þeir nokkuð um ferðir sínar þangað.
Menn sáu Sovétríkin i hyllingum, þar sem kreppan herjaði á vesturlöndin, þá var nýr og betri heimur þar í þróun. Menn litu undan þeim ofsóknum og ógnarstjórn sem þar var í gangi.
Ólst upp í Austurríki, hataði Gyðinga og gerðist ákafur þýskur þjóðernissinni. Hann gegndi herþjónustu í Þýskalandi WW1. 1921 var hann formaður nasistaflokksins. Þar átti að reisa Þýskaland til vegs og virðingar og var gyðingum kennt um allt sem fór aflaga í þjóðfélaginu. Gyðingahatrið varð að trúarsetningu nasista. Nasistaflokkurinn átti fyrst erfitt uppdráttar en þegar Hitler var skipaður í embætti ríkiskanslara, valdamesta embætti landsins, fóru hjólin að snúast.
Af hverju náðu þeir svona langt? Gyðingahatur var djúpt í rótinni í Evrópu, sérstaklega austurhlutanum þar sem þeir voru fjölmennir. Ofsóknir gegn gyðingum var fylgifiskur kristinnar menningar í margar aldir. Þeir bjuggu í sér hverfum, gettóum og nutu takmarkaðra réttinda.
Ósigur Þýskalands í WW1 voru sár vonbrigði og Versalasamningurinn var ekki til að bæta það. Hitler hélt á lofti hnífstungugoðsögninni sem fólst í að þýski herinn hefi ekkert tapað stríðinu heldur hefðu stjórnmálamenn og gyðingar svikið hermennina; stungið þá í bakið.
Í kreppunni náði nasisminn sér á strik. Hitler lofaði gulli og grænum skógum í atvinnuleysinu og bágindunum. Hann var ræðumaður mikill, afar sannfærandi og snillingur í múgsefjun. Hreyfing nasistanna var vel skipulögð og áróður þeirra fag. Áróðursmaður þeirra var Jósef Göbbels og skipulagði hann fjölda skrúðgangna og fjöldafundi. Leit allt svo vel út fyrir ráðvillt fólk sem þráði lög og reglu, öryggi og betra líf.
Allt þetta skipulag og staða fólks í landinu spilaði vel saman, þeir vissu alveg hvað þeir voru að gera.
Kjarninn í nasistanum voru hinir yfirburðir hins norræna kynstofns; aríanna. Þar voru þjóðverjar og norrænar þjóðir fremstir í flokki, því næst íbúar v-evrópu, svo s- evrópa og á eftir þeim a-evrópa og asíuþjóðir. Svertingjar sátu á botninum. Gyðingar voru ekki einu sinni taldir með því þeir voru ekki taldir meðal manna.
Þýska nasista stjórnin hafði einstakan áhuga á Íslendingum þar sem þeir hefðu verið svo einangraðir um aldir þá hlytu þeir að hafa varðveitt betur en aðrar þjóðir menningu forfeðranna og eiginleika hins eðalborna kynstofns.
Nasisminn féll ekki í frjóan jarðveg hérlendis. Nokkrir ungir og ákafir stofnuðu Flokk Þjóðernissinna, en hann náði aldrei almennilegu fylgi. Íslensk stjórnvöld voru varkár varðandi nasismann, vildu ekki að viðskiptin á milli landanna myndu skaðast, en þau voru íslendingum nauðsynleg. Gyðingum var meinaður aðgangur að landinu.
Nasistarnir komu hverjum andstæðingum sínum fyrir kattarnef á fætur öðrum. Þeir voru komnir með kverkatak á stjórninni. Þeir bönnuðu starfsemi allra annarra flokka. Þeir réðu yfir lögreglunni og dómstólunum. Þýskaland var einræðisríki.
Til að vinna bug á kreppunni hóf nasistastjórnin miklar framkvæmdir. Kapp var lagt á að þjóðverjar yrðu sjálfum sér nógir um flestar vörur og landbúnaður varð styrktur. Verkalýðsfélög voru bönnuð ásamt verkföllum.
Atvinnuleysi hvarf á nokkrum árum, og var hagvöxtur mikill.
Tekið var við að móta þjóðfélagið í anda nasismans:
Kvikmyndir voru gerðar í áróðursskyni
Ódýr útvarpstæki fjöldaframleidd svo allri gætu hlustað á fagnaðarerindi nasismans.
Börn voru heilaþveginn – nýju námsefni komið í skólanna með “réttum” skoðunum.
Hitlersæskan lagði áherslu á líkamsrækt og útivist, og unga fólkinu innrætt lífsskoðun nasismans.
Konur sem eignuðust mörg börn fengu heiðursmerki.
Á mæðraheimilum gátu ungar ólofaðar konur hitt “hreinræktaðar karlmenn” til að eignast börn með.
Hitler fór aldrei með það í felur að hann ætlaði í stríð. Hann ætlaði að gera Þýskaland að stórveldi á ný. Hann ætlaði að leggja stóran hluta Rússlands og lönd í mið- og austur evrópu undir sig sem forðabúr þar sem hinir óæðri áttu að vinna fyrir þá æðri. Þetta var óframkvæmanlegt án styrjaldar.
Hann byrjaði á að auka ríkisútgjöld í vígbúnað. Árið 1938 voru þessi útgjöld komin í 49%
Árið 1935 var sett á herskylda og fór þýski herinn sínu fram án nokkurs tillits við önnur ríki eða samninga. Bretar og Frakkar vildu ekki standa í hárinu á Hitler – þeir vildu viðhalda frið í álfunni.